152. löggjafarþing — 77. fundur,  18. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[16:15]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir svörin. Ég get fullyrt að verst setti hópurinn í þessu kerfi hefur engan kaupmátt. Það kom alveg skýrt fram á þessari ráðstefnu í gær. Kaupmátturinn er enginn, þau eru í mínus. En þegar sú staðreynd liggur fyrir vil ég spyrja hæstv. ráðherra: Stendur til að koma eitthvað meira til móts við þennan hóp með eingreiðslum eða á annan hátt að kanna stöðu þeirra. Þessi hópur hefur nú þegar skorið niður mat, lyfjakostnað og læknisþjónustu, eins og ég fékk upplýsingar um í gær, hefur ekki efni á því lengur, hefur ekki efni á sjúkraþjálfun, hefur ekki efni á að fara til sérgreinalækna. Þessi hópur er búinn að skera allt niður út af Covid og núna út af verðbólgunni. Stendur til að koma með einhverjar eingreiðslur fyrir þennan hóp, skatta og skerðingarlaust?