152. löggjafarþing — 77. fundur,  18. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[16:22]
Horfa

Helga Þórðardóttir (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég heyri, hæstv. ráðherra, að við erum ekki sammála. Mér finnst þetta bara, mér finnst ekki vera gert nóg. Ég vil samt ítreka að ég styð frumvarpið en það er bara ekki nóg að gert. Við erum hér að rétta þeim verst settu lúsarbætur og þá er ég að vísa til þessara 3% hækkunar í júní. Auðvitað vitum við að þessi hópur sem er að þiggja bætur er mismunandi staddur. En við vitum líka að raðir fyrir utan hjálparstofnanir eru að lengjast og ég vildi bara hvetja hæstv. ráðherra til að íhuga eingreiðslu til þessa hóps líkt og gert hefur verið annars staðar. Við erum rík og við eigum ekki að sætta okkur við fátækt.