Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 78. fundur,  23. maí 2022.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

569. mál
[18:37]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir skýr svör. Mig langar þá í seinni atrennu að fá að heyra sjónarmið hæstv. fjármálaráðherra um tillögu sem er hér frá Skattinum í sömu umsögn. Skatturinn hvetur löggjafann til að kveða á um það með skýrum hætti hvort aðkeyptur kostnaður frá tengdum aðila skuli falla undir styrkhæfan kostnað eður ei. Nú er bara tekið á því hvernig farið er með kostnað almennt vegna aðkeyptrar rannsókna- og þróunarvinnu sem veitt er af ótengdum aðilum, sbr. 6. gr. laganna.

Ég spyr: Er ástæða til að kveða á um hvort aðkeyptur kostnaður frá tengdum aðila skuli falla undir styrkhæfan kostnað eður ei og þá einmitt til að sporna gegn óeðlilegri beitingu úrræðisins?