Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 78. fundur,  23. maí 2022.

meðferð sakamála og fullnusta refsinga.

518. mál
[20:51]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Ég og hæstv. dómsmálaráðherra erum kannski ekki alltaf sammála um mál en ég verð að hrósa hæstv. ráðherra fyrir að leggja fram þetta frumvarp. Það er margt í þessu frumvarpi sem bætir réttarstöðu brotaþola mikið og eflaust hægt að finna hluti sem má bæta enn betur. En þetta er mikil réttarbót sem mun nýtast brotaþolum í framtíðinni. Þetta frumvarp kemur dálítið seint fram á þessu þingi en það er von mín að allsherjar- og menntamálanefnd setji þetta mál í forgang.