Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[14:30]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Í b-lið 3. gr. laganna er talað um að 11% af samanlögðum árstekjum heimilismanna 18 ára og eldri verði skert miðað við grunnfjárhæð húsnæðisbóta. Í núverandi lögum er þessi prósenta 9 og í reglugerð er búið að breyta þessari prósentu í 11. Vandinn sem við stöndum frammi fyrir er að árið 2016, þegar lögin voru sett, var heimild til reglugerðar um að breyta þessu skerðingarhlutfalli fjarlægð af þinginu. Undir það skrifuðu allir stjórnarflokkarnir núna sem og Samfylkingin, flokkar sem þá voru í velferðarnefnd, þ.e. að fjarlægja þessa heimild ráðherra til að hækka skerðingarhlutfallið, til að breyta skerðingarhlutfallinu. Þannig að ég velti því fyrir mér: Ef mistök voru gerð við þá lagasetningu — þetta var gert í lok þingsins, nefndarálitið kom út 1. júní, lögin samþykkt 2. júní — er ekki eðlilegt nú þegar búið er að benda okkur á þetta misræmi að við lögum þetta en notum samt tækifærið og lögum þetta misræmi, að ráðherra hafi þessa reglugerðarheimild?