Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[14:33]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Mér finnst það jú skipta máli hvort skerðingarhlutfallið sé 9% eða 11%, en mér finnst vilji þingsins skipta enn þá meira máli um það hvort ráðherra geti breytt skerðingarhlutfallinu með reglugerð eða ekki því að þingið var mjög skýrt varðandi þá skoðun sína að ráðherra mætti það ekki. Samt breytti hæstv. þáverandi félagsmála- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, því árið 2019, sem tók gildi 2020, hann hækkaði skerðingarhlutfallið úr 9 í 11%, vissulega, réttilega samkvæmt reglugerðarheimild í 30. gr. þessara laga. Þess vegna hef ég lagt fram breytingartillögu um að fjarlægja þau orð sem þingið gerði mistök við að fjarlæga ekki árið 2016. Það þarf bara að leiðrétta það. Það þýðir að það mátti hækka skerðingarhlutfallið þá samkvæmt reglugerð, allt í lagi, og það verður þá kannski 11% fyrir árið 2020, en að reglugerðarheimildin falli brott og ráðherra þurfi þá að koma aftur til þess annaðhvort að afla sér þessarar reglugerðarheimildar eða breyta skerðingarhlutfallinu eins og þingið vildi þá.