Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[14:36]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Nú veit ég ekki betur en að atvinnuleysisbætur hafi hækkað meira en bætur almannatryggingakerfisins og það hefur einmitt skilið þarna á milli. Þannig að mér finnst mjög eðlilegt að hér sé verið að hækka bætur til þeirra sem höllustum fæti standa innan almannatryggingakerfisins, eins og verið er að leggja hérna til. Það þýðir ekki að aðrir hópar séu of vel settir í kerfinu. En hér er verið að leggja áherslu á að hækka bæturnar til örorkulífeyrisþega sem setið hafa eftir og að bæta við í barnabótakerfinu, sem er aðgerð sem gagnast auðvitað líka þeim atvinnuleitendum sem eru með börn á framfæri.