Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[14:42]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Líkt og ég rakti í framsögu minni þá er hraðinn á málinu til að hægt sé að greiða út samkvæmt hækkuðum frítekjumörkum og hækkuðu hlutfalli á örorkubótum. Hraðinn er til að koma peningunum sem hraðast til fólks, það held ég að við séum öll sammála um. Það hefur verið þannig frá árinu 2020 að skerðingarhlutfall á frítekjumörkum hefur verið 11%. Þannig að með þessari breytingu, þar sem skerðingarhlutfallið er áfram 11%, verður engin breyting. Það er sem sagt sama skerðingarhlutfall og verið hefur það sem af er þessu ári og það er ástæðan fyrir því að við teljum að það sé í lagi að hafa þetta eins og það er.