Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[15:15]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka svarið. Það er verið að tala um að reglugerðarheimildin sem stendur að baki þessum 11% — er það rétt skilið hjá mér að þið séu búin að fara vel yfir þau áhrif sem það myndi hafa að fara úr 11% niður í 9%? En framkvæmdin hefur svo sannarlega verið 11% frá árinu 2020. Hefur minni hlutinn kynnt sér þau áhrif sem breytingin mun hafa í för með sér?