Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[17:52]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég segi auðvitað já við þessari breytingartillögu. En ég sé að ríkisstjórnarflokkarnir ætla að fella hana, sem er auðvitað sorglegt vegna þess að þetta er ekki mikið að umfangi, þetta er lág upphæð en hefði í þó a.m.k. í fyrsta skipti í langan tíma getað komið í veg fyrir kjaragliðnun þessa hóps. En ég er samt sammála þessu frumvarpi vegna þess að sama hversu lítil sú hungurlús er sem verið er að setja til þessa fólks þá veitir svo sannarlega ekki af því og þess vegna mun ég samþykkja þetta. En það er sorglegt að ekki skuli vera hægt að gera betur.