Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 80. fundur,  24. maí 2022.

hlutafélög o.fl.

585. mál
[18:46]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Skrefið sem við erum að stíga með þessum breytingum á lögunum snýr aðallega að því að verið sé að skila þessu á rafrænu formi. Það verður hægt að skila þessu á pdf-formi og svo líka á aðgengilegra formi. En ég tel að það sé rétt hjá hv. þingmanni að það geti verið skynsamlegt að hverfa svo frá pdf-útgáfunni vegna þess að við allar greiningar, rannsóknir og allt slíkt starf er betra að hafa þetta aðgengilegt og við eigum að gera það til að auðvelda slíkt. Það stendur ekki til núna en gæti verið framtíðarmúsík.