152. löggjafarþing — 80. fundur,  24. maí 2022.

minnisvarði um eldgosið á Heimaey.

376. mál
[19:24]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla að vera mjög stuttorður í andsvari mínu og hæstv. forsætisráðherra þarf ekkert endilega að koma hingað upp á eftir og svara. En mig langaði að segja að þetta er mjög gott framtak og góð þingsályktunartillaga og ég vona að við hér í þinginu getum verið sammála um að það sé mikilvægt að heiðra það fólk sem þarna bjó og upplifði þetta. Í greinargerðinni er talað um baráttuanda heimafólks og björgunaraðila sem vakti heimsathygli og mig langar að hvetja til þess að nýtt séu þau sambönd sem við höfum inn í þann heim sem tengist björgun og því hvernig við bregðumst við náttúruhamförum til að kynna það sem var gert þarna. Það var margt gert þarna sem hafði aldrei verið gert áður og hefur kannski aldrei verið gert aftur og mætti læra af. Það var bara það sem mig langaði að segja, frú forseti.