152. löggjafarþing — 81. fundur,  30. maí 2022.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Oddný G. Harðardóttir):

Forseta hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til þess að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 488, um samskipti við hagsmunaverði og skráningu þeirra, frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur, og á þskj. 897, um áhrif breytts öryggisumhverfis, frá Diljá Mist Einarsdóttur. Einnig hefur borist bréf frá heilbrigðisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 966, um útvistun aðgerða vegna of langs biðtíma, frá Hönnu Katrínu Friðriksson, og á þskj. 724, um læknismeðferð erlendis vegna langs biðtíma innan lands, frá Hildi Sverrisdóttur.