152. löggjafarþing — 81. fundur,  30. maí 2022.

hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs.

690. mál
[16:42]
Horfa

Helga Þórðardóttir (Flf) (andsvar):

Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið og heyri að það gæti alveg komið til greina að lækka þetta einhvern tímann. En ég vil jafnframt spyrja hvort komið geti til greina að aukið svigrúm, greiðslubyrði og veðsetningarhlutfall samkvæmt lögum um fasteignalán nýtist einnig þeim sem ekki hafa átt íbúð í þrjú ár, eða fimm ár eins og er í þessu frumvarpi, þ.e. fyrstu kaupendum, hvort það gæti jafnvel nýst þeim sem ekki hafa verið á markaði í fimm ár.