Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 81. fundur,  30. maí 2022.

hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs.

690. mál
[16:44]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Þetta er kannski ekkert endilega flókið frumvarp út af fyrir sig en áhrifin af því eru þó nokkuð flókin fyrir marga mismunandi hópa. Hvort það borgi sig fyrir ákveðinn einstakling að taka þessu sem séreign eða taka þessari hækkun bara í grunninn — það getur munað mjög miklu fyrir hvern og einn aðila og það er svo til ómögulegt fyrir einstaklinga að komast að því hvort það sé hentugra fyrir þá að fá þessar aukaprósentur í þennan viðbótarlífeyrissparnað, séreignina, eða ekki. Þannig að maður veltir því fyrir sér hvort það þurfi ekki einhvers konar góð upplýsingaákvæði fyrir lífeyrissjóðina til að skylda þá til þess að upplýsa alla lífeyrisþega um það hvaða áhrif mismunandi valmöguleikar hafa á réttindi þeirra til lífeyris eftir því hvaða valkost þeir velja.