152. löggjafarþing — 81. fundur,  30. maí 2022.

hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs.

690. mál
[16:48]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, ég held að við þurfum að vera í sífelldu mati á stöðu kerfisins í heild. En það er ekki hægt að segja annað en að það mat hafi reglulega verið framkvæmt. Við erum til dæmis með slíkt mat sem grundvöllinn að lagabreytingunni sem ég vék að hérna áðan og snýr að því að auka erlendar fjárfestingarheimildir lífeyrissjóðanna í skrefum, að taka út áhætturnar af gengissveiflum fyrir þakið á erlendu fjárfestingunni. Þetta eru atriði sem við erum að horfa til til þess að gera kerfinu betur kleift að dreifa áhættu sinni í fjárfestingarstefnunni. Það eru mörg fleiri atriði sem maður gæti velt fyrir sér í þessu. En heilt yfir held ég að megi segja að lífeyriskerfið hafi verið að sækja mjög aukinn styrk undanfarinn áratug og í dag er lífeyrissjóðakerfið, ef eitthvað er, orðið bara of fyrirferðarmikið í fjárfestingum á skráðum bréfum borið saman við það sem áður var en á sama tíma gríðarlega mikilvæg uppspretta fjármagns.