152. löggjafarþing — 81. fundur,  30. maí 2022.

hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs.

690. mál
[16:51]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, það er erfitt að halda því fram að þetta einfaldi kerfið. Það væri kannski frekar hluti af þessari heildaryfirferð, grænbókarvinnu. Það eina sem ég get sagt um þetta er að ég hef reynt eftir föngum að koma með breytingar sem ég taldi að væri hægt að ná sátt um hingað til þingsins og missa það ekki inn í grænbókarvinnuna vegna þess að sú vinna hefur tilhneigingu til að taka tíu ár eða eitthvað svoleiðis. Ég bara vonast til þess að með því að setja slíka grænbókarvinnu af stað þá séum við ekki að horfa á afurðir vegna þeirrar vinnu hér á fjórða áratug aldarinnar heldur sé hægt að koma sér saman um hraðari málsmeðferð en það. Við erum í sjálfu sér að hækka meðaltal réttindaöflunnar með þessu frumvarpi og svo búum við til ákveðnar undanþágur. Það er það sem við erum að gera.