152. löggjafarþing — 81. fundur,  30. maí 2022.

hækkun lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs.

690. mál
[17:43]
Horfa

Kristrún Frostadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get að sumu leyti tekið undir með hv. þm. Eyjólfi Ármannssyni. Það er ýmislegt sem þarf að taka breytingum og sem þarf alvarlega að ræða varðandi lífeyrissjóðakerfið, eins og hverjir sitja í stjórn fyrir hönd lífeyrissjóðsþega og þátttaka atvinnurekenda í til að mynda stjórnum. Það þarf að skoða að það sé ekki neinn oddaaðili til staðar þegar upp koma ágreiningsefni, að það sé í rauninni alltaf staðan að báðar hliðar eða sér í lagi atvinnurekendur geti sett sig upp á móti breytingum sem þeir sem eru þarna fyrir hönd launþega vilja sjá.

Mig langar rétt í lokin, af því að ég hef stuttan tíma, að segja varðandi fjármálavæðinguna að ég er bara alveg sammála. Auðvitað á þetta við um fólk sem er að kaupa húsnæði en ekki til að búa því. Þessi umræða um húsnæði, að þetta sé góð fjárfesting að koma með núna og á hinum tímanum, það er gott og blessað ef þetta snýst um eignina sem þú ætlar að búa í og vera í. Þú átt ekki að kaupa hús til þess eins að hagnast á því á kostnað þeirra sem eru einfaldlega að reyna að finna sér húsaskjól. (Forseti hringir.) Þannig að auðvitað á þetta bara við um það seinna.