Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

stéttarfélög og vinnudeilur.

272. mál
[21:59]
Horfa

Helga Þórðardóttir (Flf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur fyrir þessa kynningu. Ég tel mjög jákvætt að brugðist sé við athugasemdum GRECO og líka að frumvarpið hafi verið unnið í samráði við aðila vinnumarkaðarins og Alþýðusambandið og greinilega ríkt mikil sátt í nefndinni um þetta frumvarp. En mig langaði bara samt að nefna, ég er nú ekki löglærð, að hér er lagt til að Hæstiréttur tilnefni þrjá dómara og forseta og varaforseta og þeir skulu skipaðir ótímabundið. Spurningin er: Af hverju þurfa þessir dómarar endilega að vera skipaðir við Landsrétt eða héraðsdómstól á meðan þeir gegna embætti dómara við Félagsdóm? Bara að fá smá skýringu á því.