Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

stéttarfélög og vinnudeilur.

272. mál
[22:45]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Forseti. Hv. þingmaður kom inn á ótímabundna ráðningu til að tryggja að dómarar væru þá í rauninni engum háðir en einnig á þá skoðun að það er hægt að skipa tímabundið en ekki oft, þ.e. þú færð bara fimm ára eða tíu ár skipun og búið. Þá er einnig sú staða uppi að dómarinn er engum háður. Hann þarf ekkert að vera að vesenast neitt með að standa sig á einn eða annan hátt til að fá endurskipun af því að það er ekki möguleiki. Þetta eru kjörtímabilstakmörk, þó að það sé reyndar ekki verið að kjósa, eða skipunartímabilstakmörk. Maður veltir fyrir sér hvort það gæti verið heppilegra fyrirkomulag. Það er fullt af dómarastöðum úti um allt, eins og í Félagsdómi og víðar, (Forseti hringir.) þannig að það væri kannski meiri velta og það sem dómarar hafa þegar allt kemur til alls (Forseti hringir.) eru bara gæði álita sinna þegar kemur að næstu skipun.