Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

stéttarfélög og vinnudeilur.

272. mál
[22:46]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni. Í 54. gr. dómstólalaga er fjallað um skipun og hlutverk endurupptökudómstóls. Af því að við vorum að fjalla um það hér áðan, ég og hv. framsögumaður nefndarálits hv. velferðarnefndar þá er ágætt að fara hérna aðeins yfir þetta, að embætti dómenda í þessum endurupptökudómstól skulu auglýst. Það er t.d. ekki þannig er varðar Félagsdóm. Skipunartími í dóminn eru fimm ár en þó þannig að skipunartími eins manns rennur út hvert ár. Sami maður verður ekki skipaður sem aðalmaður í dóminn oftar en einu sinni. Þetta er bara gert til að þetta sé róterandi af því að það skiptir auðvitað mjög miklu máli að þetta sé ekki alltaf sama fólkið, að þú sitjir ekki bara þarna varanlega, að eilífu. Þetta eru svo rosalega flókin og viðkvæm mál. Við erum með fordæmi þarna. Það er alveg hægt að hafa þetta með þessum hætti, þannig að af hverju ekki?