Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

stéttarfélög og vinnudeilur.

272. mál
[23:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svörin. Hvað varðar það að nefndinni hafi verið gert að svara og þetta frumvarp sé í rauninni til þess að mæta ákveðnum gagnrýnisröddum frá GRECO þá stendur í inngangi greinargerðarinnar að okkur var falið að gera ákveðnar breytingar á ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur en það var hins vegar talið nauðsynlegt að leggja fram aðrar breytingar með því. Mér finnst að þessar breytingar þar sem við göngum aðeins lengra samt sem áður mikilvægar, að við séum þar að skýra og árétta og gera lagasetninguna betri. Mér finnst það vera þannig. Hvað varðar það að við séum ekki að svara ákveðnum spurningum í nefndaráliti þá finnst mér vera krafa um það frá hv. þingmönnum hér í salnum að taka málið aftur (Forseti hringir.) inn til nefndarinnar og koma þá með einhvers konar framhaldsnefndarálit, sem ég set mig hreinlega bara ekkert upp á móti.