Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 82. fundur,  31. maí 2022.

stéttarfélög og vinnudeilur.

272. mál
[23:41]
Horfa

Hanna Katrín Friðriksson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka sömuleiðis fyrir andsvarið og ætla bara að fá að nota tækifærið hér og þakka góða umræðu. Ég þakka framsögumanni fyrir hennar viðbrögð við þeirri umræðu sem hér hefur verið. Mér þykir bara gott og jákvætt að sjá að svo margir þingmenn taka til máls um þetta mikilvæga málefni. Hún leynir sér ekki, og kom núna síðast fram í máli hv. þm. Sigurðar Páls Jónssonar, sú staðreynd að við erum brennd af mistökum sem gerð hafa verið í málum af þessum toga og það er enn ein ástæðan til að stíga mjög varlega til jarðar og fara bara í gegnum hlutina aftur. Mögulega er það einhver örlítil orðalagsbreyting sem getur skipt sköpum í þessu máli af því að upphaflegi tilgangurinn er góður og jákvæður og við höfum öll hug á að gera þetta vel. Ég þakka bara fyrir.