Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 83. fundur,  1. júní 2022.

landlæknir og lýðheilsa.

414. mál
[18:00]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Við höfum í dag næga tæknilega og lögfræðilega þekkingu til að byggja upp gagnagrunna á þann hátt að ekki sé verið að persónutengja gögn, þ.e. að ég geti horft á tölfræðilega mikilvægar upplýsingar án þess að ég geti séð að það var hv. þm. Gísli Rafn Ólafsson sem fór í þessa skimun. Kannski get ég vitað að það var karlmaður á einhverjum aldri. Hv. þingmaður ræddi um hvort gera ætti svipað þegar kæmi að geðheilbrigðismálum. Það er að sjálfsögðu alltaf þannig að heilbrigðisgögn eru eitthvað sem við þurfum að fara virkilega varlega með. En það er líka mikilvægt að átta sig á því hvað við getum lært af þessum gögnum. Ég nefni oft dæmi um snjallforrit sem hannað var af dönskum frumkvöðli, forrit sem heitir Clue, en í því halda konur utan um tíðahringinn. Þar skrá tugir milljóna kvenna upplýsingar án þess að hægt sé að greina persónuupplýsingar og út úr þeim gögnum koma rannsóknir sem sýna fram á allt aðra hluti og miklu stærri hluti en áður hefur verið hægt af því að mengi þeirra sem eru að skrá inn gögn er svo stórt.