Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 83. fundur,  1. júní 2022.

heilbrigðisþjónusta.

433. mál
[18:32]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Líneik Önnu Sævarsdóttur fyrir þessa framsögu og ég fagna því að þetta skref sé stigið. Við í mínum flokki lögðum til á síðasta kjörtímabili að farið yrði í þessa átt, að skipuð verði stjórn yfir Landspítalanum. Þar sem ég hef ekki kafað mikið ofan þetta frumvarp, var svona að krafla mig í gegnum það í dag, langar mig að spyrja þingmanninn hvað þessar breytingar geti haft í för með sér miðað við þá stöðu sem Landspítalinn hefur verið í undanfarin ár. Oft og tíðum virðist hafa mistekist að reka spítalann svo sæmilegt þyki, getur maður sagt, vegna þess að ýmislegt hefur komið upp á.

Spurningin er þessi: Getur hv. þingmaður sagt mér eitthvað um það hvað þessi breyting kemur til með að hafa í för með sér?