Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 83. fundur,  1. júní 2022.

heilbrigðisþjónusta.

433. mál
[18:38]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Líneik Anna Sævarsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni seinna andsvar. Það fólst ekki bein spurning í því en mér heyrist við vera sammála um að betur sjái augu en auga. Það skiptir máli að fá fleira fólk með faglega þekkingu, eins og talað er um í nefndarálitinu og greinargerð með frumvarpinu, sem hefur sérstaka sýn á mönnunarmálin, rannsóknirnar, vísindin og menntunina. Þannig er líka hægt að sækja mismunandi áherslur inn í stjórnina eftir því hver stóru viðfangsefnin eru hverju sinni og efla þannig og bæta við þá sérþekkingu sem forstjóri hefur hverju sinni þannig að það geti verið breytilegt eftir hverju er verið að leita inn í stjórnina. Þannig sé ég þetta og man ekki betur en að hæstv. ráðherra hafi farið þannig yfir málið í framsögu sinni.