Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 84. fundur,  2. júní 2022.

heilbrigðisþjónusta.

433. mál
[13:21]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég er hérna á breytingartillögu þar sem við viljum að notendaráð fái fulltrúa í stjórn, áheyrnarfulltrúa. Það verður ekki samþykkt. Ég verð bara að segja þetta eins og það er. Öryrkjabandalagið og fleiri hafa verið með tillöguna: Ekkert um okkur án okkar. Það er alltaf verið að tala um það á tyllidögum og í einhverjum sérstökum tilfellum að það eigi að taka tillit til þess. En svo þegar á reynir þá fá þau ekki að vera með. Að hafa eitthvert notendaráð sem á kannski að taka tillit til, en það hefur enga möguleika á að fylgjast með hvort tillögur þeirra séu virtar eða eitthvað gert við þær, er bara sýndarmennska. Þess vegna mun ég vera á gulu. Ég styð auðvitað breytingartillöguna. Ég vona heitt og innilega að við förum einu sinni eftir því sem við segjum og leyfum öllum að vera með þannig að þetta verði ekki eitthvert sýndarmennskusamráð.