Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

hækkanir á fasteignamati.

[14:19]
Horfa

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (Flf):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka fjármálaráðherra fyrir svarið. Það er gaman að við séum nokkuð sammála vegna þess að við höfum ekki oft verið það. Hvað varðar það að taka fram fyrir hendurnar á sveitarstjórnunum — þetta snýst miklu meira um heimilin og fyrirtæki. Ég ætla reyndar að tala meira út frá heimilum sem bara ráða ekki við það sem fram undan er. Þetta er ekki eina hækkunin sem blasir við heimilunum í dag. Það er náttúrlega gríðarleg hækkun á húsnæðiskostnaði, bara á lánum og öðru, fyrir utan verðbólguna. Þetta ofan á allt það er í rauninni eitthvað sem gengur ekki upp. Dæmið gekk ekki upp áður hjá mjög mörgum og alls ekki þegar þetta kannski bætist við. Mér finnst að þetta samtal við sveitarstjórnirnar þurfi að fara fram. Ég fagna því að ýmis bæjarfélög hafa talað um að lækka prósentuna hjá sér vegna þess að vitum að það skiptir máli en við vitum í sjálfu sér ekkert hvað kemur út úr því. Þannig að þetta er bara eitthvað. (Forseti hringir.) Svo er annað. Í þetta kemur ekkert eignahlutfall. (Forseti hringir.) Hvort sem þú skuldar 80% eða 90% í húsinu þínu eða ekkert eða 10%, (Forseti hringir.) það er sami skatturinn. Þannig að þetta eru bara hlutir sem þarf að skoða.