Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

[14:27]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það er von mín að hæstv. ráðherra og efnahags- og viðskiptanefnd nái sér saman um að halda þessu í 35% vegna þess að ef við höldum þessu ekki 35% munum við tapa störfum úr landi. Við munum líka tapa störfum sem hefðu annars orðið til hér í nýsköpun. Og það sem verra er, þetta myndi hafa neikvæð áhrif á jafnrétti og það hversu auðvelt það er fyrir konur að ná í fjármagn til stuðnings sprotafyrirtækjum. Af hverju segi ég það? Jú, vegna þess að vísis- og fjárfestingasjóðir fjárfesta því miður síður í sprotafyrirtækjum sem konur stofna. Það sýna gögnin sem við höfum. Þetta lítur ekki á kyn.