152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

staða kjötframleiðenda.

[14:34]
Horfa

Þórarinn Ingi Pétursson (F):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir hennar ágætu svör. Það er ákveðin leið sem ég vil beina til ráðherra og vona að hún komi því til hópsins sem nokkurs sem vert sé að horfa til. Árlega, eða á hverju hausti ef við horfum t.d. á sauðfé, sjáum við að ofan á innleggið er lagður virðisaukaskattur. Mér finnst koma vel til greina að við horfum til þess í þessu samhengi varðandi þær kjötgreinar sem við ræðum hérna að við veitum undanþágu frá virðisaukaskattinum, sem kemur sem útskattur á framleiðandann, til tveggja ára þar sem menn greiða þá ekki útskatt af sínu en aftur á móti fá þeir innskattinn endurgreiddan, eins og gengur. Þarna getum við séð að ef það kæmi til þessa þá sæjum við allt annan rekstrargrundvöll fyrir þessar greinar.