Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar.

715. mál
[16:27]
Horfa

utanríkisráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég kem hér upp fyrst og síðast til að þakka hæstv. utanríkismálanefnd fyrir hennar vinnu og það svigrúm sem þingið hefur sýnt við meðferð þessa máls og sömuleiðis þá skilvirku málsmeðferð sem þetta mál hefur fengið hér. Þau sem vonuðust með árás sinni inn í fullvalda ríki til að veikja samstarf vina og bandalagsþjóða okkar, veikja Atlantshafsbandalagið sáu líklega ekki fyrir að ein öflugustu ríki okkar vina- og bandalagsþjóða þegar kemur að mannréttindum, sterkri lýðræðishefð og þeim gildum sem við stöndum almennt fyrir myndu nú óska eftir því að verða aðilar að Atlantshafsbandalaginu. Það hefur gerst. Þá ákvörðun virðum við og bjóðum þau hjartanlega velkomin í öflugasta varnar- og öryggisbandalag heims.