Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar.

715. mál
[16:30]
Horfa

umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er söguleg stund þegar við greiðum atkvæði um tillögu hæstv. utanríkisráðherra. Ég tel að það sé afskaplega mikilvægt að við sendum þessum nánu vinaþjóðum okkar skýr skilaboð um samstöðu frá Alþingi Íslendinga. Það er sorglegt að sjá að ein aðildarþjóðin, nánar tiltekið undir forystu Erdogan, skuli ganga fram með þeim hætti sem hún geir og þeim mun mikilvægara að aðrar þjóðir, sérstaklega nánar vinaþjóðir Finna og Svía eins og við erum, gefi mjög skýr skilaboð um að það sé full samstaða um að styðja þá í að ganga í Atlantshafsbandalagið.