Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

staðfesting viðbótarsamninga við Norður-Atlantshafssamninginn um aðild Finnlands og Svíþjóðar.

715. mál
[16:32]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við lifum sögulega tíma og þetta er merkileg atkvæðagreiðsla hér í dag. Þetta er atkvæðagreiðsla þar sem við styðjum vinaþjóðir til að tryggja öryggi á norðurslóðum, við Eystrasaltið og er upphafið að nýjum tímum í samvinnu þessara þjóða sem snúa að varnar- og öryggismálum og öðrum sviðum. Ég er svo sannarlega glaður að vera hér í þessum sal að greiða atkvæði um þetta mikilvæga og stóra mál. Það ber að fagna þessum degi og því sem þetta er að skapa.