Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[22:24]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Já, rekstur er vissulega rekstur og það er þá gott að fá það á hreint. Þess vegna hlýt ég að spyrja hv. þingmann aftur: Ef skortur er á hátt launuðu sérfræðimenntuðu fólki, ef fjölga þarf fólki og ef þörf eftir þjónustunni er að aukast, hvernig gengur það upp sem hæstv. fjármálaráðherra sagði í morgun, að ekki vanti fjármagn í þjónustuna? Hvernig ætlar jafnvel öflugasta rekstrarfólk að koma þessu öllu við öðruvísi en að skera niður annars staðar? Er hv. þingmaður sammála mér um að það vanti fjármagn inn í reksturinn ef bæta á þjónustuna með þeim hætti sem hún sannarlega kallar eftir?