Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[22:33]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. 12. þm. Suðvest., Sigmari Guðmundssyni, fyrir fyrirspurnina. Það er alveg rétt og eins og ég sagði í máli mínu þá er þessi skýrsla þörf áminning til okkar, við þurfum að gera betur. Og eins og ég sagði einnig í mínu máli þá er það ískyggilegt hversu knýjandi geðheilbrigðissjúkdómar eru að verða í vestrænum samfélögum. Það er mikið áhyggjuefni, hv. þingmaður, hversu mikið heilbrigðiskerfin okkar þenjast út og hversu dýr þau eru að verða. Það er úrlausnarefni okkar allra sem erum í stjórnmálum og úrlausnarefni framtíðarinnar. Ég hef t.d. sagt að það er útilokað að við getum byggt núna hjúkrunarheimili yfir (Forseti hringir.) þær kynslóðir sem eru að ná þeim aldri og við verðum sem sagt að leita nýrra lausna.