Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[22:35]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Sigmar Guðmundsson spyr: Hvernig ætlum við að fara að þessu? Fyrst og síðast verðum við að eiga hér kröftugt atvinnulíf. Við þurfum að búa svo um hnútana að atvinnulífið standi undir þeirri kröfu sem við gerum hér til rekstur þessa samfélags. Við þurfum sömuleiðis að fara vel með fé en eins og hv. þingmaður kom inn á þá er kostnaðurinn svo gríðarlegur þegar fólk er komið á þann stað að það þarf að leita aðstoðar heilbrigðiskerfisins og þess vegna verðum við að vera öflugri í forvörnum. Ég tel að við munum öll taka þessa skýrslu til okkar, hvert og eitt, og reyna einmitt að gera betur og vinna með hana í þágu okkar allra.