Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 85. fundur,  7. júní 2022.

skýrsla Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðisþjónustu.

723. mál
[22:38]
Horfa

Guðrún Hafsteinsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni fyrir fyrirspurnina. Ég persónulega tilheyri flokki sem vill sjá minnkandi umsvif í ríkisrekstri. Ég vil sjá okkur fara vel með fé skattborgaranna og ég held einmitt að í þessari skýrslu hafi komi vel fram að við erum með þrískiptingu þjónustunnar og við gætum nýtt betur annars stigs þjónustu, sem er þá á milli heilsugæslunnar og sjúkrahúsanna, sem eru m.a. sjálfstætt starfandi læknar og sálfræðingar sem ríkinu hefur ekki tekist að ná samningum við. Hins vegar er það alveg ljóst að sérhæfðir starfsmenn kosta peninga og eru dýrir.