Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 88. fundur,  9. júní 2022.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

590. mál
[19:16]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Við fögnum því að sjálfsögðu að loks sé verið að festa í lög vinnutíma starfsfólks sem sér um notendastýrða persónulega aðstoð en gerum athugasemdir við að verið sé að fara frá núverandi fyrirkomulagi án fullnægjandi raka. Það er fyrirvari minn og fleiri í þingflokki Pírata og ástæðan fyrir því að við erum gul á þessu annars góða máli, það skortir nauðsynlegan rökstuðning fyrir því að færa okkur frá fyrirkomulagi sem mjög mikil ánægja ríkir með meðal starfsfólks.