Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 88. fundur,  9. júní 2022.

aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum.

590. mál
[19:17]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég fagna því gríðarlega að verið sé að lögfesta til frambúðar lög um notendastýrða persónulega aðstoð. Það skiptir gríðarlega miklu máli, ekki bara fyrir fatlað fólk í samfélaginu heldur fyrir okkur öll að þessi þjónustumöguleiki sé í boði. Við þurfum að halda áfram að þróa formið til þess að auka lífsgæði fólks sem þarf á aðstoð að halda en á sama tíma að tryggja gott starfsumhverfi því að hér fara algerlega saman hagsmunir fatlaðs fólks og það að starfsfólki séu búnar góðar vinnuaðstæður. Ég fagna þess vegna að við séum að lögfesta þetta núna. Það á að endurskoða ákvæðið og við eigum að læra af reynslunni og gera þetta kerfi enn betra, en þetta er gríðarlegt fagnaðarefni.