Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 88. fundur,  9. júní 2022.

áhafnir skipa.

185. mál
[19:33]
Horfa

Andrés Ingi Jónsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við afgreiðum hér mjög umfangsmikinn lagabálk um áhafnir skipa. Það er ákveðinn skuggi yfir málinu vegna þess að fagfélög þeirra stétta sem skipa einmitt áhafnir skipa leggjast gegn ýmsu því sem er í frumvarpinu. Ég hef óskað þess að málið gangi til nefndar milli 2. og 3. umr. í þeirri von að umhverfis- og samgöngunefnd nái utan um þessi sjónarmið þannig að fólkið sem þessi lög fjalla um sé sátt, geti gengið sátt frá borði. Í trausti þess að lausn finnist þá munum við Píratar sitja hjá við afgreiðslu málsins núna að því undanskildu að við munum að sjálfsögðu styðja breytingartillögu sem ég og hv. þm. Helga Vala Helgadóttir lögðum fram sem snýst um að koma til móts við hluta af þessum áhyggjum fagfélaga. Ég vona að sú breyting nái fram að ganga og síðan fleiri þegar nefndin fær málið til sín aftur.