Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 88. fundur,  9. júní 2022.

áhafnir skipa.

185. mál
[19:36]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er ekki rétt að ekki hafi verið brugðist við þessu ákalli. Ég hef sem framsögumaður málsins hitt þessa aðila sem hafa sent inn þetta bréf, ég hef farið á fund í ráðuneytinu. Helsta gagnrýni þeirra varðar áhafnir fiskiskipa yfir 24 metrum og eftir að hafa skoðað málið fram og til baka þá er það ljóst að mönnun á fiskiskipi tilheyrir sjómannalögum en ekki þessum lögum og hefur það verið kynnt bæði í umhverfis- og samgöngunefnd og eins í ræðu minni með nefndarálitinu að innviðaráðuneytið ætli að taka þetta til skoðunar í samráði við hagsmunaaðila og þetta verður þá kannski breyting sem leiðir til einhverra breytinga á sjómannalögunum en þær breytingar sem þeir kalla helst eftir eiga ekki við um þetta frumvarp.