Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 88. fundur,  9. júní 2022.

aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022--2025.

415. mál
[22:05]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir seinna andsvarið. Ég held að við séum alveg sammála. Það þarf að finna lausnir á mönnunarvandanum og það tengist þessu náttúrlega vegna þess, eins og hv. þingmaður benti á, að þarna er heilmikil sérfræðiþekking og reynsla sem tapast ef fólk flosnar upp. Hæstv. fjármálaráðherra sagði hér á dögunum að peningarnir væru ekki vandamálið þegar kæmi að því að laga heilbrigðiskerfið. Kannski þurfum við bara að láta hann standa við það og finna þær leiðir, hvernig hægt er að nota einhverja peninga og aðra hluti til þess að gera það þannig að fólk geti unnið án þess að álagið og annað sé þannig að það brenni út og gefist upp eins og því miður eru allt of mörg dæmi um.