Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 89. fundur,  13. júní 2022.

geðheilbrigðismál.

[11:54]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að taka þetta mál á dagskrá og þessar spurningar og þá afmörkun á verkefnunum sem hv. þingmaður kemur hér inn á í seinni fyrirspurn. Ég held að það sé ekkert annað en að fara í þetta. Þetta tengist því að forveri minn í starfi setti af stað viðlíka hóp sem snýr að sjálfsvígum og þunglyndi, þetta er tengt. Þannig að við þurfum að grípa þráðinn þar og fara af stað með þetta verkefni. Hæstv. mennta- og barnamálaráðherra hefur þegar sett af stað viðlíka hóp fyrir börnin okkar. Ég tek hv. þingmann bara á orðinu, af því að hann kom líka inn á alþjóðlega vitundarvakningu í þessum málaflokki. Það er rétt og við eigum að fara fyrir þeirri umræðu og þeim verkefnum. Ég skal bara vinda mér í þetta verkefni.