Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 89. fundur,  13. júní 2022.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

168. mál
[12:44]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil minna á að þegar frumvarp um jafna stöðu og réttindi á vinnumarkaði var samþykkt hér á þingi fyrir nokkrum misserum bætti allsherjar- og menntamálanefnd við bráðabirgðaákvæði þar sem ráðherra var falið að útvíkka þetta ákvæði þannig að það næði til fleiri þátta en bara vinnumarkaðarins. Það er það sem er að koma hér til þingsins núna í formi þessa frumvarps. Ég tek undir með hæstv. forsætisráðherra sem talaði um að það væri mjög mikilvægt að útvíkka þessa löggjöf þannig að hún næði til samfélagsins alls en ekki bara vinnumarkaðarins þó að það sé auðvitað nauðsynlegt út af fyrir sig. Þetta er að koma hér inn í takt við vilja Alþingis á þeim tíma. Ég hef heyrt að málið eigi að fara til nefndar á milli umferða og ég geri enga athugasemd við það. Það er hægt að skoða einhverja hluti betur

Ég tel þetta mjög mikið framfaraskref og greiði atkvæði með þessu málum með mikilli gleði hér í dag.