Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 89. fundur,  13. júní 2022.

jöfn meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

168. mál
[12:49]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við hv. þm. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson höfum nú áður rætt saman hér í pontu, eða a.m.k. hef ég rætt við tvo þingmenn Miðflokksins, um að það er ólíku saman að jafna að hafa skoðanaskipti, eiga skoðanaskipti, og að beita mismunun. Hér er verið að banna mismunun en ekki verið að banna það að vera ósammála um einhverja hluti og tjá það hvar sem er. Ég held að við verðum að hafa það á hreinu að hér er verið að leggja bann við að mismuna fólki á ýmsum grundvelli en ekki verið að banna það að hafa ólíkar skoðanir. Það er bara hreinlega rangt.