Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 90. fundur,  14. júní 2022.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

569. mál
[23:09]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Ágúst Bjarni Garðarsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Varðandi fyrri spurninguna um að þetta yrði gert varanlegt þá teljum við mikilvægt, eins og kom fram í framsögu minni, að staðan sé greind og við erum að bíða eftir niðurstöðum varðandi stöðu nýsköpunariðnaðarins hér á landi sem OECD vinnur nú að. Í framhaldi af því teljum við mikilvægt að það verði unnið að heildstæðri stefnu fyrir greinina inn í framtíðina. Það er svar mitt við fyrri spurningunni.

Varðandi síðari spurninguna þá erum að lækka hámarksþakið úr 1.100 milljónum, eins og bráðabirgðaákvæðið gerði ráð fyrir í þessari Covid-aðgerð, niður í 1.000 milljónir sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Ég held að við verðum að segja eins og er, að þetta er svona viðleitni til að draga úr þessum kostnaði. Auk þess kom ítrekað fram í umræðum fyrir nefndinni að þetta væri það sem myndi kannski bitna mest á stærstu fyrirtækjunum sem þetta nýta og hafa mestu burðina til að taka við þessu, eru orðin stöndug og fær til að vinna innan þess ramma sem til staðar er.