Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:19]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er góð áætlun, gott verkfæri sem okkur ber að nota og því fögnum við því að 3. áfangi sé loks afgreiddur hér í dag. En hann er mjög dýru verði keyptur. Ég hélt að ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefði verið stofnuð til að endurspegla breiddina í samfélaginu alla leið frá vinstri til hægri, alla leið frá vernd yfir í þaulnýtingu. Í dag kemur í ljós að það er ekki erindi þessarar ríkisstjórnar. Hún endurspeglar sinn innri bergmálshelli. Og þar heyrast köllin úr Skagafirðinum hæst; köllin frá þaulnýtingarsinnunum, köllin frá þeim sem vilja færa auðmönnum og stórfyrirtækjum náttúrugersemarnar okkar á silfurfati. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)