Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:24]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Kjalölduveita og jökulárnar í Skagafirði eiga heima í verndarflokki rammaáætlunar. Það er að mínu mati svartur blettur á rammaáætlun að víkja frá mati verkefnisstjórnar án sannfærandi rökstuðnings nýrra gagna og fullnægjandi umræðu um málið. Þess vegna greiði ég atkvæði með breytingartillögu við tillögu um áframhaldandi vernd þeirra. Þingmenn sem greiða atkvæði með því að færa hluta Þjórsárvera og jökulsárnar í Skagafirði úr vernd munu ekki koma vel út í ljósi sögunnar. Og ég verð að segja, herra forseti, að ræða hæstv. umhverfisráðherra hér í gær á stórum degi náttúruverndar, hvar náttúruperlur um allt land liggja undir, var smá. Svo smá að hann nýtti hana til þess að sparka í Samfylkinguna í Reykjavík í staðinn fyrir að hefja sig upp og tala af virðingu og víðsýni um þær náttúruperlur sem hér liggja undir, en ekki að sparka í Samfylkinguna í Reykjavík. Þetta er rörsýn hæstv. umhverfisráðherra en (Forseti hringir.) ekki sú víðsýni sem við þurfum á að halda til verndunar náttúru Íslands um árabil.