Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:28]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er mjög mikilvægt skref sem við stígum núna þegar við afgreiðum áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, eða 3. áfanga rammaáætlunar. Sjálfbær orkuöflun í heiminum er eitt mikilvægasta mál samtímans samhliða náttúruvernd og loftslagsmálum. Afgreiðsla 3. áfanga með tillögu sem felur í sér frekari skoðun tiltekinna orkukosta er í senn mikilvæg fyrir almannaheill og náttúruvernd. Þá færir þessi afgreiðsla mér sannfæringu um að við getum nýtt verkfærið rammaáætlun áfram og við getum haldið áfram að bæta það verkfæri enn frekar.