Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 91. fundur,  15. júní 2022.

áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.

332. mál
[11:34]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Þegar náttúran á að njóta vafans þá tökum við ekki kosti úr vernd og færum í biðflokk eða nýtingu. Það er einfaldlega þannig. Það er ekki að láta náttúruna njóta vafans. Það er búið að taka ákvörðun um að ákveðin svæði séu í vernd. Hvernig er þá hægt að breyta því ef náttúran á að njóta vafans? Ég skil ekki hvernig er verið að taka svoleiðis ákvörðun. Það er mjög skrýtið. Hérna er talað um bestu sannfæringuna, bestu sáttina þegar það er einmitt sannfæring þingmanna sem skiptir máli. Það verður mjög áhugavert í þessari atkvæðagreiðslu hérna á eftir að sjá í raun og veru hver sannfæring hvers einasta þingmanns er. Það er það sem við erum að fara að greiða atkvæði um. Það er það sem hver einasti þingmaður leggur á borðið fyrir landsmenn, (Forseti hringir.) að segja: Fyrir þessum valmöguleika hef ég þessa sannfæringu.